Fjáröflun.is

Þjónustan



Fiskur, risarækjur og humar!

Nú fer senn að líða að jólum og er því tilvalið að selja humar í skel, skelflettan humar og risarækjur. Við hjá Norðanfiski ætlum eins og síðustu ár að bjóða fjáröflunum að selja okkar vörur á góðum kjörum. 2000kr af hverri seldri einingu rennur til ykkar!


Fjáröflun.is býður upp á nýstárlega möguleika til fjáröflunar barna og ungmenna sem einfaldar ferlið til muna. Fjáröflun.is býður einstaklingum og hópum upp á auðveldar og árangursríkar lausnir til að fjármagna ýmis verkefni í tengslum við íþróttir og tómstundir, án nokkurs útlagðs kostnaðar af hendi þeirra sem standa að fjársöfnun.

Við hjá Fjáröflun.is bjóðum öllum þeim sem vilja fara í fjáröflun upp á sína eigin vefverslun sem auðvelt er að dreifa á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Þar geta vinir og ættingjar smellt á vefverslun viðkomandi, pantað vörur og gengið frá greiðslu samstundis.

Viðmótið er einfalt og þægilegt í notkun. Helstu kostir við þetta fyrirkomulag eru að foreldrar og forráðamenn þurfa ekki lengur að leggja út fyrir umræddum vörum. Þá liggja fyrir upplýsingar um endanlegt magn vara sem hafa verið seldar þegar fjáröflun líkur. Því er engin hætta á því að foreldrar sitji uppi með óseldar vörur við lok fjársöfnunar.

Með því að notast við Fjáröflun.is losna foreldrar og forráðamenn við alla umsýslu á pening- um og pöntunum og fá ágóðann beint inn á bankareikning notandans. Vörunum er svo komið á þann aðila sem dreifir vörunum til kaupenda.


Vörur




Fjáröflun.is býður eingöngu uppá gæða vörur með því markmiði að uppfylla væntingar viðskiptavina svo þeir séu tilbúnir að versla þær aftur. Verðin sem við erum með bjóða uppá hagstæða framlegð fyrir safnara ásamt því að vera samkeppnishæf við verð á sömu vörum í verslunum. Því tryggjum við að safnari fái góða framlegð og kaupandi fái gæða vöru á sanngjörnu verði. Hér að neðanverður eru þær átta vörur sem við bjóðum uppá en hér sést bæði heilsöluverð safnara ásamt söluverði.


Hópasafnanir

{product.title}

Söluverð: {product.price} kr.
Ágóði safnara: {product.margin} kr.
Hópasafnanir

Hakkbollu kassinn

Inniheldur 3 kg af úrvals hakkbollum sem eru kryddaðar af ástríðu. 35 gr per stykki sem klikkar ekki.
Söluverð: 5990 kr.
Ágóði safnara: 1800 kr.
Hópasafnanir

Hakk kassinn

Inniheldur 7 pakkningar af 500 gr. af úrvals 1.flokks ungnautahakki frá Kjöthúsinu. Fituinnihald er 8-12%. Gæðahakk sem klikkar ekki.
Söluverð: 7990 kr.
Ágóði safnara: 1800 kr.
Hópasafnanir

Hamborgarakassinn

Inniheldur 20 stykki af 115 gr hamborgurum úr úrvals ungnautakjöti frá Kjöthúsinu. Frábært á grillið.
Söluverð: 5900 kr.
Ágóði safnara: 1400 kr.

Um okkur

Með þjónustu okkar viljum við gera einstaklingum og hópum auðveldara fyrir að stofna fjáraflanir ásamt því að auðvelda skipulag og spara útgjöld fyrir vörum.

Aðstandendur síðunar hafa starfað umtalsvert að íþrótta og æskulýðrsmálum og þekkja því vel þær raunir sem fylgt geta fjáröflunum af þeim toga. Síðunni er ætlað að koma til móts við þarfir foreldra, kennara, þjálfara og annara sem þekkja til eða vilja styrkja ungt fólk til góðra verka.

Algengar spurningar

  • Hvað virkar þetta?

    Við bjóðum einstaklingum og hópum upp á auðveldar og árangursríkar lausnir til að fjármagna ýmis verkefni í tengslum við íþróttir og tómstundir, án nokkurs útlagðs kostnaðar af hendi þeirra sem standa að fjáröfluninni.

  • Get ég hafið fjáröflun?

    Allir geta hafið söfnun hjá okkur. Við bjóðum bæði upp á einstaklingasöfnun og hópasöfnun.

  • Get ég hafið fjáröflun?

    Við bjóðum upp á fjáraflanir fyrir hópa. Ef þú ert að setja af stað hópasöfnun þá er fjáröflunarsíða Norðanfisks fyrir þig!

  • Hvernig virkar einstaklingssöfnun?

    Einstaklingur sem vil hefja söfnun byrjar á því að stofna aðgang og setja inn ákveðnar upplýsingar um sig og söfnunina. Í framhaldi fær viðkomandi sína eigin vefverslun sem auðvelt er að dreifa á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Þar geta vinir og ættingjar smellt á vefverslun viðkomandi, pantað vörur og gengið frá greiðslu samstundis. Að söfnun lokinni sækir viðkomandi vörurnar í verslun Rekstrarvara í Reykjavík, Réttarhálsi 2 fær viðkomandi vörurnar afhendar og fær í framhaldi ágóða söfnunar millifærðan beint inná bankabók.

  • Hvernig virkar hópsöfnun?

    Í hópsöfnun þarf ávalt að vera einn ábyrgðarmaður sem stofnar söfnun. Þessi ábyrgðamaður stofnar söfnun og leggur fram nauðsynlegar upplýsingar fyrir viðkomandi söfnun. Ábyrgðamaður hefur enga fjárhagslega ábyrgð heldur er tengiliður við Fjáröflun.is og ábyrgur fyrir móttöku á vörum og að rétt magn sé komið til skila. Ábyrgðamaður þarf að útvega nöfn og netfang á meðlimum í hópnum og í framhaldi fá allir þáttakendur tölvupóst með slóð á sína vefverslun. Samstundis geta meðlimir hópsins byrjað að dreifa sinni vefverslun á t.d. Facebook þar sem vinir og ættingar geta pantað vörur og gengið frá greiðslu.

  • Hvað tekur söfnun langan tíma?

    Söfnun hvers einstaklings eða hóps tekur almennt 2 vikur frá stofnun hennar, en hægt er að breyta því í stillingum.

  • Afhending vöru?

    Allar einstaklingssafnanir þarf að sækja í verslun Rekstravara í Reykjavík, Réttarhálsi 2 og er hægt að sækja vörur tveimur virkum dögum eftir að söfnun lýkur. Allar hópasafnanir eru keyrðar út á þann afhendingarstað sem hópur óskar eftir svo framarlega sem heildarmagn seldra vara séu að lágmarki 20 vörur. Vörur eru keyrðar út 2 virkum dögum eftir að fjáröflun lýkur. Stofnandi hópsöfnunar er ábyrgur að telja vörur við afhendingu og dreifa þeim á safnara.

  • Er hægt að fá vörur sendar út á land?

    Allar hópasafnanir eru sendar út á land svo framarlega sem heildarmagn seldra vara nái að lágmarki 20 vörum. Einstaklingssafnanir þarf að sækja í verslun Rekstravara í Reykjavík, Réttarhálsi 2 og er hægt að sækja vörur tveimur virkum dögum eftir að söfnun lýkur.

  • Hlutverk ábyrgðamanns?

    Ábyrgðamaður er sá einstaklingur sem stofnar fjáröflun og er tengiliður við Fjáröflun.is. Ábyrgðamaður ber enga fjárhagslega ábyrgð heldur sér til þess að allir safnarar á hans vegum séu vel upplýstir um söfnunina, taki á móti vörum og komi þeim áleiðis til kaupenda. Ábyrgðamaður fær svo allan ágóðan af sölunni lagt inná sig ásamt því að fá skýrslu með upplýsingum um hvern safnara og hans ágóða.

  • Hvernig fæ ég greitt?

    Við greiðum út ágóðan af sölu safnara 2-3 dögum eftir að söfnun lýkur (næsta virka dag ef það lendir á helgi).

  • Hvernig fylgist safnari með sinni söfnun?

    Stofnandi einstaklings- og hópsöfnunar getur ávalt skráð sig inn á vefnum og skoðað yfirlit yfir söfnun. Einstaklingar í hópsöfnun geta skoðað yfirlit yfir sína söfnun á slóðinni sem þeir fengu sent í tölvupósti. Þar eru upplýsingar um selt magn, kaupendur, tímabil söfnunar, markmið ásamt ýmsu fleira.

  • Fyrir hverja er þessi þjónusta?

    Þjónustan hentar fyrir alla hópa sem vilja fara í fjáröflun. Notendur eru ýmist einstaklingar eða hópar, til að mynda skólar, nemendafélög, íþróttafélög, kórar og fleira.

  • Hvað kostar að nota þjónustuna?

    Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu.

  • Hvernig kem ég vörunni til skila?

    Vörurnar eru afhendar á þann stað sem ákveðin er við stofnun söfnunar. Safnarar eru svo ábyrgir fyrir því að koma vörunum áleiðis á kaupendur.

  • Hver ber ábyrgð á dreifingu ?

    Ábyrgðamaður söfnunar tekur við vörunum og þá fer ábyrgðin yfir á viðkomandi að koma vörunni til kaupenda.

  • Hlutverk safnara?

    Safnari er ábyrgur að sækja vörur á viðkomandi stað sem ábyrgðamaður velur og koma vörum í samræði við kaupenda til þeirra. Ef ég er ennþá með ósvaraðar spurningar? Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar þá skaltu endilega senda okkur tölvupóst og við förum saman yfir málið.

  • Get ég selt mínar eigin vörur inná Fjáröflun.is

    Við hjá Fjáröflun.is erum ávallt tilbúin að skoða ýmsa möguleika og við mælum með að þú sendir okkur fyrirspurn á fjaroflun@fjaroflun.is