Fjáröflun.is

Skilmálar og meðferð persónuupplýsinga

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum Fjáröflun.is. Skilmálarnir, sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér stað fyrir milligöngu Fjáröflun.is gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.

Fjáröflun.is hefur gert samning við birgja, hér eftir nefndur “söluaðili”. Söluaðili er sá aðili sem útvegar vörurnar og kemur þeim til ábyrðamanns. Ábyrgðamaður er sá aðili sem stofnar söfnun og er tengiliður við Fjáröflun.is.

Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu fyrir milligöngu Fjáröflun.is utan atvinnustarfsemi. Seljandi, samkvæmt skilmálum þessum, hér eftir nefndur “Safnari” er sá aðili sem selur þá vöru eða þjónustu sem um ræðir fyrir milligöngu Fjáröflun.is.

Fjáröflun.is, sem rekið er af Fjáröflun ehf, er umboðsaðili í þeim viðskiptum sem um ræðir. Fjáröflun ehf. er til heimilis að Kársnesbraut 83, 200 Kópavogi kennitala félagsins er 541216-0300

Ábyrgð

Söluaðili ber ábyrgð á gæðum þeirra vara og þjónustu sem þeir selja í gegnum Fjáröflun.is

Ábyrgðamaður hverrar fjáröflunar er ábyrgur að afhenda hverjum og einum Safnara þær vörur og þjónustu sem safnari hefur selt á sölusíðu sinni

Við afhendingu vöru og þjónustu til hvers safnara færist ábyrgðin frá ábyrgðamanni yfir á safnarann að koma vörum sínum og þjónustu til kaupenda sinna

Það er á ábyrgð safnara að koma vöru og þjónustu til kaupanda innan tveggja vikna

Verslunarskilmálar

Með því að framkvæma viðskipti í gegnum Fjáröflun.is og staðfesta skilmála þessa með slíkum kaupum, skuldbindur Kaupandi sig til að kaupa vöru eða þjónustu sem hann fær svo afhenda frá Safnara. Kaupsamningur eða kvittun fyrir kaupum er send með tölvupósti til Kaupanda þegar greiðsla hefur borist til Fjáröflun.is

Upplýsingar um vöru eða þjónustu í boði á Fjáröflun.is eru settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar frá Söluaðila og ber Söluaðili alla ábyrgð á gæðum vörunnar eða þjónustunnar

Fáist vara eða þjónusta ekki afhend við afhendingu kvittunar vegna vanefnda Safnara þá getur Kaupandi krafið Safnara um endurgreiðslu. Ef gæði vörunnar eða þjónustunnar er ekki í samræmi við væntingar Kaupanda þá getur Kaupandi leitast úrbóta úr hendi Söluaðila

Þau verð sem koma fram á Fjáröflun.is eru með virðisaukaskatti og grundvallast alfarið á verðupplýsingum frá Söluaðila.  Fjáröflun.is er í einstaka tilfellum heimilt að breyta verði vöru eða þjónustu og þá aðeins til lækkunar. Fjáröflun.is áskilur sér allan rétt til að breyta tilboðum eða taka tilteknar vörur eða vöruflokka úr sölu. Slíkt getur t.d. gerst vegna rangra upplýsinga frá Seljanda eða annarra utanaðkomandi þátta sem Fjáröflun.is hefur ekki stjórn á

Öll verð á vefsíðunni og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur

Þær upplýsingar sem koma fram í skilmálum þessum koma fram á vefnum Fjáröflun.is og á fylgiskjölum kvittana

Fjáröflun.is selur nótu (kvittun fyrir kaupum) sem veitir Kaupanda rétt til þess að fá afhenda þá vöru eða þjónustu sem nótan (kvittun fyrir kaupunum) vísar til. Það er svo ábyrgð Safnara að koma vörum til Kaupanda. Fjáröflun.is ber þannig enga ábyrgð á gæðum þeirra vöru eða þjónustu sem keypt er og fer um það réttarsamband eftir þeim reglum og skilmálum sem gilda á milli Kaupanda og Seljanda

Ef það kemur fram galli í þeirri nótu sem Fjáröflun.is selur þá, ef galli er tilkominn vegna einhvers sem rekja má til Fjáröflun.is, rekstaraðila síðunnar eða aðila á hans vegum, þá á Kaupandi rétt á að fá bætt úr gallanum í samræmi við almennar reglur sem gilda um þau viðskipti. Kaupandi skal upplýstur um alla galla innan 3 daga frá móttöku keyptrar nótu og mun Fjáröflun.is upplýsa Kaupanda um úrbætur vegna gallans innan 30 daga frá því að kaup eiga sér sta

Ef Kaupandi fær ekki afgreidda þá vöru eða þjónustu sem hin keypta nóta veitir honum tilkall til, þá á Kaupandi rétt á endurgreiðslu

Afhendingarskilmálar

Afhending á vörum fer fram innan 10 virkra daga frá því að fjáröflun lýkur. Söluaðili sér um að afhenda vöruna til ábyrgðamanns viðkomandi söfnunar. Hlutverk ábyrgðamanns er að taka á móti vörum frá söluaðila á þeim sem tíma og stað sem ábyrgðamaður ákvað við upphafi söfnunar. Það er hlutverk ábyrgðamanns að telja að rétt magn hafi borist og gefa undirskrift sína því til staðfestingar. Ábyrgðamaður sér svo um að útdeila réttu magni af vörum til safnara

Það er svo á ábyrgð Safnara að koma vörum til skila til Kaupanda en sendingarkostnaður er innifalinn í söluverði

Endurkröfur

Markmið okkar hjá Fjáröflun.is er að hafa viðskiptavini okkar ánægða. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að skila vöru og fá endurgreitt innan 30 daga frá kaupum

Kaupandi þarf að koma vörunni til Söluaðila innan 30 daga og og þarf varan að vera í óskemmd og í því ástandi sem hún var afhend í. Nauðsynlegt er að Kaupandi sýni fram á kvittun við skil á vörunni. Við skilarétt miðar Fjáröflun.is við lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr 46/2000 og laga um neytendakaup nr 48/2003

Trúnaðarupplýsingar

Fjáröflun.is heitir Kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem Kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Fjaröflun.is. Aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins hafa aðgang að þeim og utan þess sem krafist er til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar eru þær aldrei veittar þriðja aðila

Öll vinnsla kreditkortanúmera á Fjáröflun.is er dulkóðuð og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði Borgunar. Þegar kaupandi staðfestir kaup á Fjáröflun.is er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæ

Persónuvernd

Fjáröflun.is fer í einu og öllu eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000

Beiðnir um eyðingu gagna

Hvernig á að biðja um eyðingu gagna

Notendur eiga rétt á að biðja um eyðingu persónuupplýsinga þeirra sem safnað er og unnið er með fjaroflun.is Til að biðja um eyðingu gagna skaltu fylgja skrefunum hér að neðan:

Hafðu samband við okkur:

Sendu tölvupóst á fjaroflun hja fjaroflun.is. Settu "Beiðni um eyðingu gagna" inn í efnislínuna. Gefðu nauðsynlegar upplýsingar: Í tölvupóstinum þínum skaltu setja fullt nafn þitt, netfangið sem tengist reikningnum þínum og hvers kyns sérstökum gögnum sem þú vilt að verði eytt.

Staðfestingarferli: Við gætum krafist þess að þú staðfestir auðkenni þitt áður en þú vinnur úr beiðni þinni til að tryggja að gögnin þín séu vernduð og aðeins eytt ef beiðni þín hefur verið staðfest. Vinnslutími: Við munum svara beiðni þinni um eyðingu gagna innan 30 daga frá því að við fengum allar nauðsynlegar upplýsingar og lýkur staðfestingarferlinu.

Annað

Fjáröflun.is áskilja sér rétt til að breyta skilmálum hér að ofanverðu hvenær sem er. Gildandi skilmálar eru ávallt sýnilegir inná vefnum www.fjaroflun.is